Núverandi staða
Óskráð/ur
Verð
Ókeypis

Loftslagsvernd í verki er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja við einstaklinga að finna þær leiðir sem henta þeim best við að draga úr eigin kolefnisspori. Verkefnið byggir á þeirri sýn að lífsgæði felist ekki endilega í efnislegum gæðum og vel sé hægt að byggja upp samfélag þar sem almenn velsæld ríkir án þess að því fylgi lífsstíll sem hafi eyðileggjandi áhrif á loftslag jarðar.

Þeir sem skrá sig í verkefnið verða hluti af 5-8 manna hópi sem ferðast saman í gegn um verkefnið. Hópurinn vinnur sig í gegn um nokkra áfanga sem miða að því að hver þátttakandi skoði eigin lífsstíl, bæði á heimili, í starfi og sem borgari, og velti fyrir sér hvaða aðgerða sé hægt að grípa til. Áherslan er þannig á að skoða kolefnisspor einstaklings, en kjarninn í verkefninu er engu að síður samvinna og er unnið að viðfangsefnum mismunandi áfanga saman í hóp undir leiðsögn hópstjóra sem hefur hlotið sérstaka þjálfun í að leiða hópa í gegn um verkefnið. Þessi félagslegi þáttur er mikilvægur sem stuðningur, og til að skapa samræðu og rými fyrir nýjar hugmyndir og skapandi lausnir.

Hægt verður að mynda hópa í kring um nokkur heimili, innan vinnustaða, innan félagasamtaka, í skólum ofrv. allt eftir því hvað hentar best þeim einstaklingum sem taka þátt í verkefninu. Þá er einnig möguleiki að hafa hópa sem hittast á netinu, t.d. á Zoom-fundum.

Scroll to Top