Skilmálar

SKILMÁLAR OG NOTKUN GAGNA

Velkomin á síðuna landvernd.is/vefskoli sem er í eigu og rekstri Landverndar. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við landvernd.is/vefskoli

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú skráir þig í vefskólann hvort sem um er að ræða þátttöku í ókeypis námskeiðum eða námskeiðum þar sem greitt er fyrir þátttökuna. Með því að nota vefskólann samþykkir þú þessa skilmála.  

Um Landvernd:

Landvernd,
Guðrúnartún 8,
105 Reykjavík, Ísland,
kt. 640971-0459
email: vefskoli@landvernd.is
sími: 552 5242

1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar þú skráir þig í vefskólann þarf að gefa upp nafn og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til skráningar og er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Ef um kaup á námskeiði er að ræða, athugið þá að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

Öflun persónuupplýsinga

Vefskólinn heldur til haga perónugreinanlegum upplýsingum svo sem tölvupóstfangi, nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Vefskólinn heldur einnig til haga ýmsum lýðfræðilegum upplýsingum sem eru ekki persónugreinanlegar svo sem upplýsingum um póstnúmer, aldur, kyn og áhugamál.

Upplýsingum um tölvu- og hugbúnað er sömuleiðis sjálfkrafa safnað saman af Vefskólanum. Þessar upplýsingar geta til að mynda verið IP-tala tölvunnar þinnar, upplýsingar um tegund vafra sem þú notar, lén sem eru heimsótt, hvenær þau eru heimsótt og viðeigandi vefföng. Þessar upplýsingar notar Vefskólinn í þeim tilgangi að veita góða þjónustu og til að afla almennra tölfræðilegra upplýsinga um notkun vefsíðunnar.

Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú lætur af hendi perónulegar upplýsingar eða mikilvæg gögn í gegnum almenn skilaboðasvæði Vefskólans þá geta þessar upplýsingar verið notaðar af þriðja aðila. Ath: Vefskólinn les ekki persónuleg samskipti sem fara fram á vefnum, nema um sé að ræða samskipti í ákveðnum námskeiðum. Þar hafa stjórnendur síðunnar aðgang að samskiptum nemanda og kennara.

Vefskóli Landverndar hvetur þig til að skoða hvernig meðferð persónupplýsinga er háttað hjá þeim vefsíðum sem þú kýst að krækja á Vefskólann. Þannig getur þú fylgst með því hvernig þær vefsíður afla, nota og deila upplýsingum þínum. Vefskólinn er ekki ábyrgt fyrir meðferð persónuupplýsinga á þeim síðum sem ekki eru beinir aðilar að Vefskólanum og Landvernd.is/vefskoli netkerfinu né á nokkru því efni sem þar er að finna.

Notkun persónuupplýsinga

Landvernd.is/vefskoli heldur til haga og notar persónuupplýsingar þínar til að starfrækja heimasíðuna og halda úti þeirri þjónustu sem þar er boðið uppá. Vefskólinn notar einnig auðkennanlegar persónuupplýsingar til að að kynna þér aðrar vörur og þjónustu sem Vefskólinn og samstarfsaðilar bjóða uppá. Þá gæti Landvernd.is/vefskoli einnig sett sig í samband við þig til að kanna viðhorf þitt til núverandi eða tilvonandi þjónustumöguleika.

Vefskólinn hvorki selur, leigir né gefur út viðskiptavinaskrár til þriðja aðila. Svo gæti farið að Landvernd.is/vefskoli setji sig í samband við þig annað veifið fyrir hönd utanaðkomandi aðila vegna einstakra tilboða sem við teljum að gætu vakið áhuga þinn. Í slíkum tilfellum eru persónuupplýsingar (tölvupóstfang, nafn, heimilisfang, símanúmer) ekki afhentar þriðja aðila. Að auki gæti svo farið að Vefskólinn deili gögnum með áræðanlegum aðilum til að fá aðstoð við tölfræðilegar greiningar eða til að senda þér tölvupóst eða almennan póst. Öllum slíkum aðilum er hins vegar óheimilt að nýta persónuupplýsingar úr fórum Vefskólans til eigin nota og af þeim er krafist að þeir fari með persónuupplýsingar sem slíkar.

Landvernd.is/vefskoli hvorki notar né gefur upp viðkvæmar persónuupplýsingar svo sem um kynþátt, trúarbrögð eða stjórnmálaþáttöku án afdráttarlauss samþykkis hlutaðeigandi.

Landvernd.is/vefskoli fylgist með því hvaða vefsíður viðskiptavinir okkar heimsækja innan Landvernd-netsins til að kynna sér hvaða þjónustur sem Landverndarsvæðið býður uppá eru vinsælastar hverju sinni. Þessar upplýsingar eru notaðar til að senda sérsniðið efni og auglýsingar innan Landverndar til viðskiptavina.

Landvernd.is/vefskoli vefsíður munu þá aðeins gefa upp persónuupplýsingar þínar viðvörunarlaust að þess sé krafist af löggiltum aðilum eða í þeirri trú að slíkt sé nauðsynlegt til að verja einkaeignarétt Landverndar.is/vefskoli eða tryggja persónuegt öryggi notenda eða annarra borgara. Slík afhending upplýsinga verður þó alltaf að vera í fullu samræmi við lög eða þá löglegu ferla sem Landvernd.is/vefskoli einsetur sé að fara eftir.

2. LEIÐBEININGAR

Skráning á námskeið í landvernd.is/vefskoli er einföld og örugg. Hér fyrir neðan geturðu skoðað skref fyrir skref hvernig þú skráir þig og hverju þú getur átt von á.

HÉR KEMUR SKREF FYRIR SKREF ÚTSKÝRING Á SKRÁNINGARFERLI OG HVAÐ ER INNIFALIÐ

3. ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Við setjum öryggi viðskiptavina okkar á oddinn. Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja að öll samskipti séu örugg.  Notast er við SSL kóðun til að tryggja persónugagna, en kóðunin uppfyllir ströngustu kröfur um gagnavernd á netinu. 

Gamlir vafrar geta verið öryggisógn og því mælum við alltaf með að notendur séu með nýjustu útgáfu af þeim vafra sem þeir kjósa að nota. Gamlir vafrarar geta einnig komið í veg fyrir að námskeiðsefni birtist ekki á réttan hátt og að tölvan þín “tali” ekki beint við vefsvæðið. 

4. ÁBYRGÐ OG SKULDBINDING

Landvernd.is/vefskoli er opin öllum til þátttöku og skráningar en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar.

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna ofangreindra skilmála skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Við hlökkum til að eiga skemmtileg og einlæg samskipti við þig.

Landvernd
Guðrúnartún 8,
105 Reykjavík
kt. 640971-0459
email: vefskoli@landvernd.is
sími: 552 524.

Scroll to Top